Pepsideild kvenna: Jaclyn Poucel var maður leiksins á móti Þór/KA

08.08 2016

Í gær landaði meistaraflokkur kvenna góðu stigi hér á Norðurálsvellinum með 1-1 jafntefli við Þór/KA.

 

Jaclyn Poucel var valin maður leiksins í leiknum og fékk að launum fallega mynd eftir unga og hæfileikaríka listakonu, Ronju Rut Ragneyju Hjartardóttur. Við kunnum Ronju hinar bestu þakkir fyrir hennar framlag.

 

Þetta er í þriðja skipti í sumar sem Jaclyn er valin sem maður leiksins og það hefur heyrst að hún sé eitthvað farin að velta fyrir sér þörfinni á rýmri farangursheimildum fyrir heimferðina í haust.

 

Á meðfylgjandi mynd má sjá Harald Ingólfsson, framkvæmdastjóra KFÍA, afhenda Jaclyn myndina.

Til baka