Pepsideild kvenna: Jaclyn Poucel var valin maður leiksins gegn Stjörnunni

07.09 2016

Eftir að hafa fengið öll Skagahjörtu til að slá dálítið örar með því að komast yfir tapaði ÍA fyrir Stjörnunni í gær, en lokatölur voru eins og áður hefur verið sagt frá 1-3. Það var þó góð barátta í liðinu og vonin um að krækja í stig var til staðar alveg fram á lokamínútur leiksins.

 

Jaclyn Poucel var valin maður leiksins en hún þótti skara framúr, að öðrum ólöstuðum. Það segir ákveðna sögu um mikilvægi hennar fyrir liðið að þetta er í fjórða sinn í sumar sem hún verður fyrir valinu. Að þessu sinni hlaut hún að launum verk eftir Nínu Áslaugu Stefánsdóttur en á myndinni má sjá listakonuna afhenda leikmanninum verkið. Við kunnum Nínu hinar bestu þakkir fyrir hennar framlag.

Til baka