Pepsideild kvenna: Maður leiksins gegn FH

15.05 2016

Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir var valin af stuðningsmönnum sem maður leiksins í tapinu gegn FH. Ásta er markvörður liðsins og átti nokkrar mikilvægar vörslur í leiknum.

 

Hún fékk að launum verk úr seríunni "elskar mig" eftir Önnu Leif Elídóttur. Anna Leif er menntuð úr Myndlistaskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum og hefur haldið þrjár einkasýningar en von er á þeirri fjórðu í haust og mun sú sýning kallast "ömmurnar". Við þökkum Önnu Leif kærlega fyrir hennar framlag.

 

Á myndinni má sjá Magnús Guðmudnsson, formann stjórnar Knattspyrnufélags ÍA, afhenda Ástu verkið.

 

 

Til baka