Pepsideild kvenna: Maður leiksins gegn Val

11.07 2016

Eins og við höfum áður komið inn á máttu Skagastelpur sætta sig við eins marks tap gegn Val síðastliðinn föstudag.  Engu að síður stóðu stelpurnar sig vel og segja má að vantað hafi herslumuninn.

 

Jaclyn Pourcel var valin maður leiksins og hlaut að launum þetta listaverk eftir Brynju Maríu Brynjarsdóttur en  hægt er að nálgast verk hennar á facebook eða í síma 774-5476. Brynja komst ekki til þess að afhenda verkið sjálf svo ung Skagastúlka, Kara Líf Traustadóttir hljóp í skarðið. Við þökkum Brynju Maríu kærlega fyrir hennar framlag.

 

Við minnum að lokum að næsti heimaleikur meistaraflokks kvenna verður miðvikudaginn 13. júlí kl. 19:15 þegar stelpurnar taka á móti Breiðabliki.

Til baka