Pepsideild kvenna: Megan valin maður leiksins

31.08 2016

Megan Dunnigan var í kvöld valin maður leiksins eftir naumt tap meistaraflokks kvenna gegn ÍBV í Pepsideildinni. Þetta er í fyrsta skipti í sumar sem Megan hlýtur þennan titil, en það kemur ýmsum á óvart að það hafi ekki gerst fyrr, sérstaklega í ljósi þess að hún hefur skorað fimm af sjö mörkum liðsins það sem af er tímabilinu. Það kann þó að skýrast að hluta til af því að fjögur af þessum mörkum hefur hún skorað á útivöllum. Hún var þó því miður ekki á markaskónum í kvöld frekar en liðsfélagar hennar en skilaði engu að síður góðri vinnu fyrir liðið.

 

Hún fær að launum mynd eftir Skagakonuna Aldísi Petru Sigurðardóttur sem sést afhenda Megan verðlaunin á meðfylgjandi mynd. Við þökkum Aldísi Petru fyrir hennar framlag.

Til baka