Pepsideild kvenna: Rachel Owens var maður leiksins gegn KR

30.09 2016

Rachel Owens var í dag valin maður leiksins í 2-3 tapi meistaraflokks kvenna gegn KR í Pepsideildinni í dag. Rachel skoraði m.a. seinna mark ÍA, sem var hennar fyrsta mark fyrir félagið.

 

Drífa Gústafsdóttir frá Akranesi gaf manni leiksins þetta fallega listaverk "fífurnar" sem er úr íslenskri ull og steinum úr náttúru Íslands. Hún er með mastergráðu í skipulagsfræði frá LBHÍ. BS gráðu í umhverfisskipulagi A.P.M.E. í verkefnastjórnun og keramikhönnun frá MíR. Hún er með vinnustofu í Samsteypunni og er allhliða listamaður td í skúlptúrgerð,keramik og myndlis. Er hægt að nálgast verk hennar á facebook.com/samsteypan eða í síma 690-2789.

 

Drífa var ekki viðstödd sjálf svo að Magnús Guðmundsson stjórnarformaður félagsins tók að sér að afhenda verkið. Við kunnum Drífu hinar bestu þakkir fyrir hennar framlag.

Til baka