Pepsideild kvenna: Þór/KA - ÍA

18.05 2016

Stelpurnar okkar leggja land undir fót og heimsækja Þór/KA í öðrum leik sínum í Pepsideildinni sumarið 2016. Bæði lið fara í leikinn með það fyrir augum að sækja sín fyrstu stig í deildinni, ÍA tapaði með einu marki heima gegn FH í fyrstu umferð en Akureyringarnir fóru í Garðabæinn og töpuðu þar 4-0. 

 

Skagastelpur hafa ekki riðið feitum hesti frá viðureignum liðanna, en það eru skráðar 5 viðureignir milli þeirra og þar af hefur aðeins ein unnist. Það er því full ástæða til að hvetja alla Skagamenn sem hafa tök á að staðsetja sig á norðanverðu landinu síðar í dag að mæta á Þórsvöllinn kl. 18:00 og styðja við okkar lið. 

 

Það er skemmtilegt að vekja athygli á aukinni umfjöllun um Pepsideild kvenna, sjá frétt hér: http://www.ksi.is/mot/nr/13339 og einnig nýjung sem er draumaliðsdeild Azazo og fótbolti.net, sjá hér: http://fotbolti.net/news/16-05-2016/b-draumalidsdeild-fotbolta-net-og-azazo-i-pepsi-deild-kvenna-hafin-b

Til baka