Pepsideild kvenna: Útileikur í Kópavogi í dag

24.09 2016

Meistaraflokkur kvenna heimsækir Breiðablik í Kópavoginn í dag kl. 16:00 í næstsíðustu umferð Pepsideildarinnar.

 

Bæði lið munu gefa allt í leikinn en sigur er eina von Skagastúlkna til þess að halda sæti sínu í Pepsideildinni að ári og að sama skapi er sigur eini möguleiki Blika á að halda sér áfram í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.

 

Það er því alveg ljóst að stelpurnar okkar þurfa allan þann stuðning sem þær geta fengið og við hvetjum Skagamenn til að fjölmenna í Kópavoginn og leggja þeim lið í baráttunni.

 

Áfram ÍA

Til baka