Ragnar Már Lárusson gengur í raðir ÍA

30.07 2015

Skagamenn hafa fengið liðsstyrk fyrir lokaátökin í Pepsi deild karla en hinn ungi og efnilegi Ragnar Már Lárusson hefur gengið í raðir félagsins.


Ragnar sem er 18 ára, er uppalinn Skagamaður og hefur verið á mála hjá enska liðinu Brighton undanfarin tvö ár en hann kemur á lánssamningi til félagsins sem gildir út tímabilið. Ragnar á að baki samtals 18 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur hann skorað í þeim 4 mörk.


„Það er virkilega ánægjulegt að fá Ragnar til liðs við okkur, þrátt fyrir ungan aldur hefur fengið fína reynslu í Englandi og verður gaman að sjá hann í leikmannahóp okkar.  Þetta bar fljótt að og þegar Brighton viðraði þann möguleika að hann skyldi enda tímabilið hjá okkur var þetta aldrei spurning.“ sagði Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA í samtali við við vefsíðu félagsins af þessu tilefni


Ljóst þykir að um virkilega ánægjuleg tíðindi er að ræða og bjóðum við Ragga hjartanlega velkominn heim á Skipaskaga.

Til baka