Samantekt á gengi yngri flokka KFÍA í sumar

28.09 2016

Starf yngri flokkanna gekk vel á árinu 2016 og náðist á mörgum vígstöðvum góður árangur. 2.fl karla varð í öðru sæti á Íslandsmótinu. 4.fl karla komst í úrslitakeppni í A, B og C liðum og 4.fl kvenna varð Íslandsmeistari í keppni 7 manna liða. Öll liðin hjá 5.fl karla komust svo einnig í úrslitakeppni. Að öðru leyti var nóg um að vera hjá iðkendum í félaginu í öllum aldursflokkum.

 

Samantekt um árangur yngri flokka 2016


2. flokkur kvenna stóð sig ágætlega í sumar. Stelpurnar enduðu í 8. sæti A-riðils og komust í undanúrslit í bikarkeppninni. Þjálfarar liðsins voru Ágúst Hrannar Valsson og Þorsteinn Gíslason.

 

2. flokkur karla stóð sig frábærlega á tímabilinu. Sameiginlegt lið ÍA og Kára endaði í 2. sæti A-riðils og B liðið endaði í 5. sæti í sínum riðli. Strákarnir komust svo í undanúrslit í bikarkeppninni. Þjálfarar liðsins voru Sigurður Jónsson og Lúðvík Gunnarsson.

 

3. flokkur kvenna stóð sig ágætlega á tímabilinu. Stelpurnar enduðu í 7. sæti A-riðils. Þjálfarar liðsins voru Ágúst Hrannar Valsson og Þorsteinn Gíslason. 

 

3. flokkur karla stóð sig vel á árinu. Sameiginlegt lið ÍA og Snæfellsness endaði í 3. sæti B-riðils og B liðið endaði í 2. sæti í sínum riðli. Þjálfarar liðsins voru Elinbergur Sveinsson og Heimir Eir Lárusson.

 

4. flokkur kvenna var með glæsilegan árangur á tímabilinu þar sem titill vannst. Þær enduðu í 7. sæti A-riðils. Stelpurnar urðu svo Íslandsmeistarar í keppni 7 manna liða. Þjálfari liðsins var Skarphéðinn Magnússon.

 

4. flokkur karla var með framúrskarandi árangur í sumar. Strákarnir enduðu í 2. sæti A-riðils. B liðið endaði í 2. sæti í sínum riðli og C liðið endaði í 2. sæti í sínum riðli. Öll liðin komust í úrslitakeppni þar sem strákarnir stóðu sig með sóma. Þjálfarar liðsins voru Sigurður Jónsson og Guðjón Heiðar Sveinsson.

 

5. flokkur kvenna stóð sig vel á árinu. Stelpurnar enduðu í 9. sæti í A-riðli. B liðið endaði í 10. sæti í sínum riðli og C liðið liðið endaði í 8. sæti í sínum riðli. Þjálfari liðsins var Kristín Ósk Halldórsdóttir.

 

5. flokkur karla var með frábæran árangur vel á tímabilinu. Félagið tefldi fram 6 liðum í flokknum.  Strákarnir enduðu í 2. sæti í A-riðli, B liðið endaði í 1. sæti í sínum riðli. C liðið endaði í 2. sæti í sínum riðli. D liðið í 1. sæti í sínum riðli. C2 liðið endaði í 8. sæti í sínum riðli og D2 liðið í 9. sæti í sínum riðli. A, B, C og D liðin komust í úrslitakeppnina þar sem strákarnir stóðu sig með prýði. A og B lið enduðu í 4. sæti, C liðið í 3. sæti og D liðið 2. sæti í sínum úrslitakeppnum. Þjálfarar liðsins voru Hjálmur Dór Hjálmsson og Kristinn Guðbrandsson.

 

Fyrir utan Íslandsmótið tóku yngri flokkarnir þátt í fjölda annarra minni móta. Helstu mót sem félagið átti fulltrúa á á þessu tímabili:


Jólamót Hamars – Um 130 iðkendur frá ÍA í 6. og 7. flokki karla og kvenna.
TM-mót Stjörnunnar – um 110 iðkendur úr 6., 7. Og 8. flokki karla og kvenna.
Freyjumót – um 100 strákar úr 6. og 7. flokki karla.
VÍS-mót Þróttar – um 130 iðkendur úr 6. og 7. flokki karla og kvenna.
TM-mótið í Vestmannaeyjum - 27 stelpur úr 5. flokki kvenna.
Norðurálsmótið - 61 strákur úr 7. og 8. flokki karla.
Smábæjarleikarnir á Blönduósi - 23 strákar af yngra ári í 6. flokki.
Orkumótið í Vestmannaeyjum – 28 strákar af eldra ári í 6. flokki.
N1 mót KA – 61 strákur úr 5. flokki karla.
Símamót  Breiðabliks – tæplega 40 stelpur úr 6. og 7. flokki.
Rey Cup hjá Þrótti – tæplega 70 iðkendur úr 3. og 4. flokki karla og kvenna.
Fram- mót 48 strákar úr 6. flokki.
Tungubakkamót Aftureldingar – tæplega 100 iðkendur úr 6., 7. og 8. flokki karla og kvenna.
Þar að auki fór 3. flokkur kvenna, ásamt eldra árinu úr 4. flokki í góða ferð á Barcelona summer cup.


Árangur Skagakrakkanna var ávallt með ágætum og mótin lærdómsrík fyrir alla hlutaðeigandi. Við erum stolt af okkar iðkendum í öllum flokkum, þau hafa staðið sig vel og átt viðburðaríkt ár. Við viljum þakka þjálfurum, foreldrum og sérstaklega foreldrafulltrúum fyrir þeirra mikla starf við utanumhald allra þessara keppnisferða, án ykkar væri þetta ekki hægt.

Til baka