Samið við 5 efnilegar stelpur !

03.12 2014

Á dögunum var gengið frá samningi til 2ja ára við 5 efnilegar stelpur sem munu verða mikilvægir leikmenn í meistaraflokki og 2.flokki næsta sumar.   Þetta eru þær Elínborg Llorens Þórðardóttir, Aldís Ylfa Heimisdóttir, Aníta Sól Ágústsdóttir, Alexandra Bjarkadóttir og Bryndís Rún Þórólfsdóttir.  Við væntum mikils af stelpunum og vonumst til að þær verði lykilmenn liðsins á næstu árum.  Meðfylgjandi mynd var tekin af stelpunum við undirskriftina, en með þeim á myndinni eru Magnús Guðmundsson, formaður, Ágúst Valsson, aðstoðarþjálfari, Þórður Þórðarson, aðalþjálfari og Haraldur Ingólfsson, framkvæmdastjóri.

Til baka