Samið við 6 lykilmenn meistaraflokks kvenna

09.10 2014

Gerður hefur verið 2ja ára samingur við 6 lykilmenn meistaraflokks kvenna.  Þær eru Eyrún Eiðsdóttir, Maren Leósdóttir, Unnur Ýr Haraldsdóttir, Emilía Halldórsdóttir, Birta Stefánsdóttir og Gréta Stefánsdóttir.  Þetta eru "reynsluboltar" liðsins þó þær séu ekki nema um tvítugt og er ætlað að vera máttarstólpar liðsins nú þegar stefnan hefur verið tekin á að komast í efstu deild á ný sem fyrst.  Stefnt er að því að semja við yngri leikmenn liðsins á næstu vikum.
Neðangreindar myndir voru teknar við undirskrift samninganna.  Á fyrri myndinni eru frá vinstri: Haraldur Ingólfsson, framkvæmdastjóri, Eyrún, Maren, Unnur, Emilía, Sævar Freyr Þráinsson, varaformaður og Þórður Þórðarson þjálfari.
Á seinni myndinni eru Þórður, Gréta og Birta.

Til baka