Samið við 7 unga leikmenn meistaraflokks kvenna

02.03 2016

Í gær var gengið frá samningum við 7 unga og efnilega leikmenn sem verða hluti af hópi meistaraflokks kvenna í sumar.  Þetta eru þær Eva María Jónsdóttir, Fríða Halldórsdóttir, Karen Þórisdóttir, Bergdís Fanney Einarsdóttir, Sandra Alfreðsdóttir, Björk Lárusdóttir og Unnur Elva Traustadóttir.  Þess má geta að Bergdís Fanney, Fríða og Karen eru ennþá gjaldgengar í 3.flokki.  Einnig má geta þess að Björk keyrir frá Hvanneyri og Unnur Elva frá Borgarnesi á æfingar.    Við óskum stelpunum til hamingju með samninginn og væntumst mikils af þeim í sumar.

Meðfylgjandi mynd var tekin af stelpunum við undirritun samninga í gær.

Til baka