“Sanngjarn sigur á Akureyri” sagði Ármann Smári Björnsson

03.03 2015

„Þetta var fín ferð til Akureyrar.  Við unnum Þórsara nokkuð örugglega Í Lengjubikarnum á fimmtudagskvöldið  og dvöldum svo nyrðra fram á laugardag, svona til þess að efla andann hjá hópnum. „ sagði Ármann Smári Björnsson fyrirliði Skagamanna .

„Þetta var ágætis leikur hjá okkur. Við vorum heilt yfir betri aðilinn allan tímann og sigurinn sanngjarn.  Við náðum forystunni í fyrri hálfleik með marki Garðars Bergmanns Gunnlaugssonar og var staðan þannig í hálfleik. Fljótlega í síðar hálfleik fengum við vítaspyrnu en markvörður  Þórs sá við Garðari og varði spyrnu hans. 

Fljótlega eftir það náði Arnar Már Guðjónsson að auka forystunna í 2:0. Þórsarar misstu síðan mann af veli með tvö gul spjöld en náðu þrátt fyrir það að minnka muninn.  En lengra komust þeir ekki og við lönduðum þessu nokkuð örugglega.“ Sagði Ármann Smári Björnsson.

Eins og áður sagði dvöldust Skagamenn fram á laugardag á Akureyri og efldu liðsandann því ekki veitir af því stutt er næsta leik gegn Grindvíkingum í Akraneshöllinni n.k. laugardag.

Liðið gegn Þór var þannig skipað.:

Árni Snær Ólafsson - Darren Lough, Ármann Smári Björnsson, Arnór Snær Guðmundsson, Þórður Þorsteinn Þórðarson, - Jón Vilhelm Ákason, Ásgeir Marteinsson (Gylfi Vegar Gylfason 83.mínútu), Albert Hafsteinsson, Arnar Már Guðjónsson - Garðar Bergmann Gunnlaugsson, Eggert Kári Karlsson. 

Til baka