Sigur gegn Grindvíkingum í Lengjubikarnum.

07.03 2015

Darren Lough skoraði sigurmark Skagamanna, þegar þeir unnu lið Grindavíkur 3:2 í Akraneshöllinni í morgun í Lengjubikarnum. Þetta var fjórði sigur Skagamanna í röð og eru þeir nú í efsta sæti riðilsins með fullt húsa stiga, eða 12 stig.

Það var Arnar Már Guðjónsson sem kom Skagamönnum á bragðið strax á 8.mínútu 1:0, En Grindvíkingar jöfnuðu leikinn á 31.mínútu með marki eftir hornspyrnu 1:1. Þannig var staðan í hálfleik.

Garðar Bergmann Gunnlaugsson, sem kom inn á sem varamaður í hálfleik kom Skagamönnum yfir á nýjan leik á 52.mínútu 2:1. En gestirnir jöfnuðu öðru sinni á 67.mínútu með marki úr vítaspyrnu, 2:2 en það var síðan bakvörðurinn Darren Lough sem skoraði sigurmarkið á 76.mínútu 3:2.

Lið Skagamanna var þannig skipað:

Árni Snær Ólafsson – Teitur Pétursson, Ármann Smári Björnsson, Gylfi Veiga Gylfason , Darren Lough – Ingimar Elí Hlynsson (Jón Vilhelm Ákason 67.mínútu),  Arnar Már Guðjónsson,  Albert Hafsteinsson (Hallur Flosason 76.mínútu),  Ásgeir Marteinsson (Þórður Þorsteinn Þórðarson 90.mínútu),  - Eggert Kári Karlsson, Arsenij Buinickij (Garðar Bergmann Gunnlaugsson 45.mínútu)

Til baka