Sigur gegn Haukum í markaleik
14.02 2015Skagamenn sigruðu Hauka 4:3 í fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum í morgun.
Jón Vilhelm Ákason náði forystunni fyrir Skagamenn á 23.mínútu. En Haukar svöruðu með tveimur mörkum en Jón Vilhelm var aftur á ferðinni á 42.mínútu og jafnaði leikinn og staðan 2:2 í hálfleik.
Skagamenn fengu draumabyrjun í síðari hálfleik og náðu forystunni strax á 49.mínútu með sjálfsmarki gestanna. Arnar Már Guðjónsson kom Skagamönnum í 4:2 á 67.mínútu. Aðeins níu mínútum síðar minnkuðu Haukar muninn og þar við sat.
Skagamenn með góðan sigur í fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum.