Ósigur gegn Selfoss í æfingaleik

23.04 2016

Meistaraflokkur karla spilaði í dag æfingaleik við Selfoss sem fram fór á Norðurálsvellinum. Þetta var fyrsti leikur ársins á grasi og það sást oft á köflum í leiknum. Yngri leikmenn fengu tækifæri til að láta ljós sitt skína enda farið að styttast í Íslandsmótið. Leikurinn var ágætlega spilaður og fengu bæði lið ágæt marktækifæri auk þess sem töluverð barátta var í leiknum. Selfoss skoraði snemma í leiknum en þegar skammt var eftir af hálfleiknum skoraði Garðar Gunnlaugsson með góðu skoti eftir góðan undirbúning frá Ólafi Val Valdimarssyni. Staðan var því 1-1 í hálfleik.
 

Í seinni hálfleik var ÍA svo sterkari aðilinn þar sem liðið skapaði sér nokkur góð marktækifæri sem misfórust. Það var því gegn gangi leiksins þegar Selfyssingar skoruðu eftir klaufagang í vörn ÍA. Skagamenn héldu áfram að sækja og reyndu að ná jöfnunarmarki en erfiðlega gekk að klára sóknirnar. Selfoss bjargaði á marklínu undir lok leiksins eftir stórsókn ÍA en ekki tókst okkar mönnum að koma boltanum í markið. Leiknum lauk því með 1-2 sigri Selfoss.
 

Íslandsmótið hefst svo formlega sunnudaginn 1. maí þegar ÍA fer í heimsókn til Vestmannaeyja og mætir ÍBV.

Til baka