Sigur gegn Þrótti í fyrsta leik á Fótbolti.net mótinu.

10.01 2015

Skagamenn sigruðu Þrótt, 3:1 á Fótbolta.net mótinu í Akraneshöllinni í morgun.

Gestirnir náðu forystunni snemma leiks en Albert Hafsteinsson jafnaði metin fyrir Skagamenn fyrir leikhlé eftir hornspyrnu. Staðan 1:1 í hálfleik.
Fljótlega í síðari hálfleik náði Arnar Már Guðjónsson forystunni fyrir Skagamenn og  svo  bætti Garðar Gunnlaugsson við þriðja markinu og tryggði sigurinn 3:1

Byrjunarlið Skagamanna var þannig skipað.

Árni Snær Ólafsson – Sindri Snæfells Kristinsson, Ármann Smári Björnsson, Guðlaugur  Þór Brandsson, Gylfi Veigar Gylfason  - Arnar Már Guðjónsson,  Albert Hafsteinsson, Jón Vilhelm Ákason, Ólafur Valur Valdimarsson – Garðar Gunnlaugsson, Eggert Kári Karlsson.

Til baka