Sigur hjá stelpunum gegn Augnabliki

28.05 2015

Meistaraflokkur kvenna mætti Augnabliki í 1. umferð Íslandsmótsins í 1.deild kvenna í gærkvöldi.  Leiknum lyktaði með sigri ÍA 1:0 og var það Unnur Ýr Haraldsdóttir sem skoraði eina mark leiksins á 42.mín.
Í fyrri hálfleik voru Skagastelpur ívið sterkari og sköpuðu sér nokkur góð færi sem ekki nýttust.  Þær náðu þó að brjóta ísinn rétt fyrir hálfleik með marki Unnar Ýrar.   Síðari hálfleikur var heldur jafnari, liðin sóttu á víxl án þess að skapa sér góð færi og Skagastúlkur héldu nokkuð auðveldlega forystu sinni út leikinn.
Tveir nýir bandarískir leikmenn léku með liðinu í gær, þær Morgan Glick, markvörður og Megan Dunnigan, varnarmaður, en hún var einmitt valinn maður leiksins í gær og fékk að gjöf fallega keramikbolla og könnu að gjöf frá listamanninum og kennaranum Maríu Kristínu Óskarsdóttur (Maju Stínu).
Nánar um leikinn á vef KSÍ hér: http://www.ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/?Leikur=375341
Næsti leikur liðsins er bikarleikur gegn Þór á Akureyri föstudaginn 5.júní en næsti heimaleikur er gegn HK/Víkingi laugardaginn 13.júní kl. 13.

Til baka