Sigurður Jónsson þjálfar áfram á Akranesi

21.09 2016

Sigurður Jónsson hefur skrifað undir nýjan 12 mánaða samning um að þjálfa hjá Knattspyrnufélagi ÍA.

 

Sigurður mun þjálfa 2. og 4. fl. karla auk þess sem að hann mun sinna afreksæfingum fyrir iðkenndur í 2. 3. og 4. fl. karla og kvenna.

 

Sigurður sem kom til starfa á ný fyrir félagið fyrir um 3 árum hefur spilað stórt hlutverk í því afreks- og uppbyggingarstarfi sem átt hefur sér stað hjá félaginu á undanförnum árum ásamt öðrum þjálfurum félagsins. Í ár hafa 5 leikmenn úr 2. fl. félagsins tekið þátt í leikjum í Pepsi deildinni auk þess sem að yngri flokkar félagsins í karlaflokki hafa náð betri árangri í ár en náðst hefur á undanförnum árum.

 

Stjórn Knattspyrnufélags ÍA er gríðarlega ánægð með að njóta krafta Sigurðar áfram og er þess fullviss að sú braut sem félagið er á muni halda áfram að styrkja stöðu félagsins í keppni þeirra bestu á Íslandi.

Til baka