Skagadómarakvartett að dæma í efstu deild !

02.10 2015

Á morgun mun Skagakvartett  dæma í Pepsideild karla þegar Keflavík og Leiknir mætast í lokaumferð deildarinnar.  Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt gerist.  Auk þess er stór áfangi hjá tveimur af dómurunum en Halldór Breiðfjörð Jóhannsson er að flauta sinn fyrsta leik í efstu deild karla og Bjarki Óskarsson er aðstoðardómari í sínum fyrsta leik í efstu deild karla.  Við óskum þeim til hamingju með áfangann.  Auk þeirra er Steinar Berg Sævarsson aðstoðardómari og Valgeir Valgeirsson varadómari í leiknum.   

Til baka