Skagakonur úr leik í Borgunarbikarnum eftir 2-0 tap gegn Selfossi

06.06 2014

Mfl. kvenna ÍA lék í kvöld í Borgunarbikarnum og mátti sætta sig við 2-0 tap gegn liði Selfyssinga.

Byrjunarlið Skagastúlkna var þannig skipað Caitlin Updyke, Birta Stefáns, Ingunn Dögg, Gréta Stefáns, Maren Leós, Bryndís Rún, Guðrún Karítas, Laken Clark, Eyrún Eiðs, Madison Gregory og Margaret Neiswanger.

 

Mörk heimamanna komu í sitthvorum hálfleiknum en jafnt var á með liðunum alveg fram að hálfleik þegar Selfoss náði forystunni. Staðan var 1-0 í hálfleik.

 

Selfoss stúlkur bættu í forystuna með marki úr vítaspyrnu þegar um stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleik en fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan 2-0 tap gegn Selfossi. Skagaliðið er því úr leik í Borgunarbikarnum en næsti leikur stúlknanna verður á mánudaginn kemur í Pepsi deildinni þegar lið Þór/KA kemur í heimsókn á Norðurálsvöllinn.

Til baka