Skagamaður í U19 ára landsliði karla

01.10 2015

U19 ára landslið karla mun leika 2 vináttuleiki gegn Norður-Írum hér á Íslandi 9. og 11. október næstkomandi. Fyrri leikurinn fer fram kl. 19:00 á Samsungvellinum í Garðabæ en sá síðari kl. 12:00 á K&G vellinum í Sandgerði. Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir undanriðil fyrir EM2016 sem leikinn verður á Möltu nú í nóvember.

 

Skagamaðurinn Ragnar Már Lárusson hefur verið valinn í hópinn og við óskum Ragnari til hamingju með valið. Ragnar Már er uppalinn hér á Akranesi og hefur spilað með Brighton á Englandi síðan 2013 en kom að láni til ÍA mánaðamótin júlí/ágúst.

Til baka