Skagamaður valinn í landsliðið
28.07 2016Þór Llorens Þórðarson hefur verið valinn í lokahóp U-17 ára landsliðs Íslands sem tekur þátt í Norðurlandamóti í Finnlandi í næstu viku. Liðið mun þar leika gegn Svartfjallalandi 3.ágúst, Færeyjum 5.ágúst, Svíþjóð 7.ágúst og leikið verður um sæti þann 9.ágúst.
Við óskum Þór innilega til hamingju með valið, óskum honum og liðinu góðs gengis í Finnlandi.