Skagamenn fá Valsmenn í heimsókn á morgun

25.09 2015

Á morgun verður hörkuleikur í Pepsi-deild karla þegar Skagamenn fá Valsmenn í heimsókn á Norðurálsvöllinn kl. 14:00. Fyrr í sumar unnu Valsmenn í hörkuleik og stefna strákarnir á að gera mun betur í þessum leik. Í síðustu umferð tryggði ÍA sér öruggt sæti í efstu deild fyrir næsta ár eftir frábæran sigur á Keflavík og nú er stefnan sett á að fara eins hátt í töflunni og kostur er á. Skagamenn eru í áttunda sæti deildarinnar og Valur er í fjórða sæti og í harðri baráttu um þriðja sæti deildarinnar.Við hvetjum Skagamenn til þess að fjölmenna á Norðurálsvöllinn á morgun og hvetja þá gulklæddu til sigurs í þessum leik.

Til baka