Skagamenn fara til Eyja á morgun og mæta ÍBV

02.10 2015

Á morgun verður hörkuleikur í lokaumferð Pepsi-deildar karla þegar Skagamenn fara í heimsókn til Vestmannaeyja og mæta ÍBV kl. 14. Fyrr í sumar vann ÍA í hörkuleik og stefna strákarnir á að enda tímabilið með góðum sigri. Í síðustu umferð komst ÍA í sjöunda sæti deildarinnar með góðum 1-0 sigri á Val og nú er stefnan sett á að halda því sæti. Eyjamenn björguðu sér frá falli í síðustu umferð og hafa því að litlu að keppa.

 

Við hvetjum Skagamenn til þess að fjölmenna til Vestmannaeyja á morgun og hvetja þá gulklæddu til sigurs í þessum leik.

Til baka