Skagamenn framlengja við Ármann Smára

05.11 2014

Fyrirliði Skagamanna, Ármann Smári Björnsson hefur framlengt samning sinn við félagið um eitt ár. Þetta eru mikil gleðitíðindi enda er Ármann einn af lykilmönnum liðsins en hann á að baki tæpa 70 leiki með meistaraflokki félagsins en í þeim hefur hann skorað fjögur mörk.

Ármann lék lengi vel sem atvinnumaður í Noregi og Englandi auk þess sem hann á að baki sex leiki karlalandsliðinu.

Þjálfari Skagamanna, Gunnlaugur Jónsson var ánægður með samninginn þegar við heyrðum í honum af þessu tilefni: „Ég er mjög sáttur að við höfum framlengt við Ármann fyrirliða liðsins, hann kemur til með að spila stórt hlutverk í liðinu okkar á næsta tímabili.  Það var  forgangsverkefni að semja við okkar samningslausu menn sem hefur tekist vel og nú er að finna þá styrkingu sem við þurfum.“

Meðfylgjandi mynd var tekin við undirskrftina nú sídegis í dag en þar handsala þeir Magnús Guðmundsson, formaður KFÍA, Haraldur Ingólfsson ,framkvæmdastjóri KFÍA og Ármann Smári Björnsson samninginn.

Heimasíða félagsins fagnar þessum tíðindum og óskar öllum aðilum til hamingju með samkomulagið.

Til baka