Skagamenn framlengja við Garðar Gunnlaugsson til tveggja ára

03.07 2014

Fyrir leik Skagamanna og KV í kvöld þá gekk Knattspyrnufélag ÍA frá samningi við Garðar Gunnlaugsson til næstu tveggja ára.

 

Garðar sem er 31 árs gamall og uppalinn Skagamaður hefur farið mikinn með liðinu í 1. deild karla það sem af er þessu tímabili og skorað 9 mörk í 8 leikjum. Það er því Knattspyrnufélagi ÍA mikið gleðiefni að Garðar ætli sér að taka slaginn með liðinu næstu tvö árin enda er hann einn af lykilmönnum félagsins.

 

Meðfylgjandi mynd var tekin í dag af þessu tilefni en þar handsala þeir Magnús Guðmundsson formaður KFÍA og Garðar Gunnlaugsson samninginn.

Til baka