Skagamenn heimsækja Valsmenn á morgun

27.06 2015

Á morgun klárast 10. umferð Pepsi-deildar karla þegar Skagamenn heimsækja Valsmenn á Vodafonevöllinn kl. 19:15. Um mikilvægan leik er að ræða fyrir okkar menn til að halda áfram góðu gengi og koma okkur lengra frá fallbaráttunni. Skagamenn eru í 10. sæti deildarinnar eftir virkilega góðan sigur á Keflvíkingum í seinustu umferð. Valsmenn eru í fimmta sæti og sigla þar lygnan sjó um miðja deild.

Við hvetjum Skagamenn til þess að fjölmenna á Vodafonevöllinn annað kvöld og hvetja þá gulklæddu til sigurs í þessum hörkuleik. 

Til baka