Skagamenn í æfingaferð til FC Nordsjælland

19.03 2015

Meistaraflokkur Skagamanna mun fara  í æfingaferð til Danmerkur daganna 9 til 12 apríl n.k.  

Farið verður til danska úrvalsdeildarliðsins FC Nordsjælland, en þjálfari  liðsins er Ólafur Kristjánsson, fyrrum þjálfari Breiðabliks, en hann hafði milligöngu um það að Skagamenn fengju aðstöðu hjá félaginu.

Skagamenn munu æfa við góðar aðstæður á æfingasvæði FC Nordsjælland þessa daga.

Liðið mun gista á hóteli félagsins og verða síðan gestir á leik liðsins gegn Odense Boldklub þann 12 apríl..

Mynd:  Farum Park, heimavöllur Nordsjælland

Til baka