Skagamenn í landsliði

14.04 2015

Knattspyrnufélag ÍA mun eiga tvo fulltrúa þegar U17 ára landslið karla tekur þátt í Undirbúningsmóti UEFA í Þórshöfn í Færeyjum 17.-21. apríl næstkomandi.  Það eru þeir Arnór Sigurðsson og Guðfinnur Þór Leósson, en þeir hafa tekið reglulega þátt í æfingum liðsins síðustu mánuði og fá nú tækifæri í landsleikjum. Guðfinnur hefur reyndar þegar leikið einn leik fyrir U16 ára landslið karla en þetta verða fyrstu landsleikir Arnórs. Við trúum því að strákarnir muni gera sitt besta og að þeir verði sjálfum sér og félaginu til sóma.


Liðið mun leika þrjá leiki í ferðinni, gegn Wales 18. apríl, gegn Norður-Írlandi 19. apríl og gegn heimamönnum í Færeyjum 21. apríl. Fyrri leikirnir tveir verða kl. 13:00 en lokaleikurinn kl. 10:00.

Til baka