Skagamenn komnir áfram í Lengjubikarnum eftir sigur gegn Keflvíkingum

21.03 2015

Byrjunarlið:

Árni Snær Ólafs
Þórður ÞÞ - Ármann Smári - Arnór Snær - Darren Louch
Eggert Kári - Albert Hafsteins - Marko - Ásgeir Marteins
Garðar Gull - Arsenij

 

Skagamenn hófu leikinn af miklum krafti og skoruðu strax á fimmtu mínútu þegar Eggert vann boltann fyrir framan vítateig gestanna og Arsenij átti greiðaleið og skoraði auðveldlega.  Garðar Gunnlaugs kom heimamönnum í 2-0 á 12 mínutu þegar Ásgeir Marteins fann Garðar sem átti ekki í vandræðum að skalla í netið. Keflvíkingar minnkuðu muninn stuttu síðar þegar Leonard Sigurðsson skallaði í netið einn og óvaldaður og staðan var 2-1 fyrir ÍA þegar liðin fóru inní hálfleik.

 

Keflavík byrjuðu hófu leikinn í seinni hálfleik og strax í fyrstu sókn áttu þeir skot að marki en í veginum var  Ármann Smári og dómarinn dæmdi hendi og víti, ansi grimmur dómur. Á punktinn steig Sigurbergur Elísson en Árni Snær varði frábærlega.  Jafnræði var með liðunum út leikinn án þess að mörkin urðu fleiri og sæti í 8 liða úrslitum Lengjubikarsins staðreynd. Undir lok leiksins komu þeir Steinar Þorsteinsson og Ingimar Elí Hlynsson inn fyrir Marko og Ásgeir Marteinssson. Ónotaðir varamenn: Jón Vilhelm Ákason, Arnar Már Guðjónsson, Hallur Flosason, Árni Þór Árnason og Guðmundur Sigurbjörnsson.

 

Gunnlaugur þjálfari var sáttur í leikslok:  "Þetta var góður sigur eftir slæmt tap gegn Völsurum, við hófum leikinn af geysilegum krafti og við skoruðum 2 góð mörk eftir að hafa unnið boltann hátt á þeirra vallarhelmingi.  Ég var ekki sáttur við varnarleik okkar í marki Keflvíkinga en þar fyrir utan gáfum við ekki mörg færi á okkur.  Árni ver vítið glæsilega í blábyrjun seinni hálfleiks og það hefði verið slæmt að fá mark á okkur þegar hálfleikurinn er varla byrjaður. Ég var ánægður með margar sóknaruppbyggingar í seinni hálfleik en það er hlutur sem við höfum verið að vinna í og margir fínir punktar sem við tökum með okkur í framhaldið."

 


Næsti leikur Skagamanna er í Akraneshöll sunnudaginn 29 mars kl. 14:00.
Liðið leikur svo æfingaleik gegn KR í Akraneshöll miðvikudaginn 1 apríl kl. 18:00

Til baka