Skagamenn lögðu Gróttu í æfingaleik

24.11 2014

Skagamenn mættu Gróttu í æfingaleik á Seltjarnarnesi síðastliðinn laugardag. Lokatölur 0-3 okkar mönnum í vil. Skagamenn tefltu fram ungu liði en byrjunarliði var þannig skipað:

Guðmundur
Hákon-Sverrir-Arnór (f)-Aron Ingi
Þórður-Albert H-Oliver-Ólafur Valur
Wentzel-Kristófer

Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en ÍA var þó ívið sterkari aðilinn í fyrri hálfleik án þess að ná að setja mark. Staðan var því 0-0 í hálfleik. Skagastrákarnir tóku svo öll völd á vellinum í síðari hálfleik og léku á köflum mjög vel. Guðlaugur Brandsson skoraði fyrsta mark leiksins eftir hornspyrnu Wentzel Steinars en hann hafði þá verið nýkominn inná sem varamaður og skoraði með sinni fyrstu snertingu á 60.mín. Gylfi Veigar bætti svo við marki á 82.mín eftir gott spil. Það var svo enn einn varamaðurinn í leiknum Sindri Snæfells sem gulltryggði 0-3 sigur með glæsilegu skoti utan vítateigs efst í markhornið.

Varamenn:
Stefán Teitur-Ólafur Valur 45.mín
Gylfi Veigar-Arnór 45.mín
Ingimar Elí-Oliver 55.mín
Guðlaugur-Albert H 60.mín
Teitur-Sverrir 65.mín
Hafþór-Kristófer 65.mín
Árni Þór-Aron Ingi 70.mín
Sindri-Hákon 75.mín
Árni Snær-Wentzel Steinar 80.mín

Til baka