Skagamenn mæta Þór á Akureyri í kvöld
26.02 2015Skagamenn leika sinn þriðja leik í Lengjubikarnum í kvöld en þá mæta strákarnir Þór í Boganum á Akureyri kl. 20. Skagamenn hafa farið vel af stað í Lengjubikarnum og hafa unnið báða sína leiki til þessa á móti Haukum og Stjörnunni. Það má þó búast við hörkuleik í kvöld, enda Þórsarar erfiðir heim að sækja.