Skagamenn mæta BÍ/Bolungarvík í 1. deild karla fyrir vestan í dag.

28.06 2014

Baráttan heldur áfram í 1. deild karla í dag þegar Skagamenn mæta liði BÍ/Bolungarvík fyrir vestan en leikurinn fer fram á Torfnesvelli og hefst hann kl. 15.00.

 

Skagamenn verma toppsæti deildarinnar eftir góðan 2-1 sigur á liði Leiknis í síðustu umferð. Lið BÍ/Bolungarvíkur vermir 10 sæti deildarinnar en það gerði jafntefli í síðasta leik gegn Grindavík.

 

Við sendum okkar drengjum baráttukveðjur vestur en mikilvægt er fyrir þá gulklæddu að mæta rétt stemmdir í leikinn enda hefur það sýnt sig að enginn leikur í 1. deildinni er auðveldur viðurreignar. Kjörið tækifæri fyrir þá Skagamenn sem eru á ferðalagi fyrir vestan að skella sér á leikinn og hvetja Skagaliðið.

 

Áfram ÍA.

Til baka