Skagamenn mæta Breiðabliki í kvöld kl. 19:15

26.05 2015

Skagamenn mæta Breiðabliki í  5. umferðin í Pepsi-deild karla á Norðurálsvellinum í kvöld en leikurinn hefst kl. 19.15. Aðalstyrktaraðili leiksins er Bílaumboðið Askja, KIA á Íslandi.

Skagamenn töpuðu gegn FH í síðustu umferð á meðan að Blikar gerðu jafntefli við Keflavík. 

Gunnlaugur Jónsson þjálfari Skagaliðsins segir Breiðablik vera með gott lið en ekki óvinnandi: „Ég býst við hörkuleik gegn sterkum og vel spilandi Blikum. Þeir eru með vel mannað lið og eru taplausir hingað til í mótinu. Leikmenn okkar eru staðráðnir í að gera betur í þessum leik en þeim síðasta og við munum sækja til sigurs.  Við vonumst eftir áframhaldandi góðum stuðningi á heimavelli“ sagði þjálfarinn í stuttu samtali við vefsíðu félagsins.

Við hvetjum Skagamenn til þess að mæta í gulu treyjunni á Norðurálsvöllinn og styðja Skagaliðið í baráttunni gegn Blikum.

Til baka