Skagamenn mæta FH á Norðurálsvellinum í kvöld kl. 19:15

03.08 2016

Í kvöld, miðvikudaginn 3.ágúst, er komið að næsta heimaleik hjá strákunum þegar þeir mæta íslandsmeisturum FH.  Við vorum nálægt því að taka stig í fyrri leiknum en mark í uppbótartíma kom í veg fyrir það.   Strákarnir eru staðráðnir að leggja allt í sölurnar og ná í mikilvæg stig í kvöld!

Aðalstyrktaraðili leiksins er VÍS, sem staðið hefur þétt við bakið á félaginu í mörg ár. 

Að vanda verður valinn maður leiksins hjá ÍA sem fær listaverk að gjöf frá listamanni á Skaganum og að þessu sinni er það Hanna - Jóhanna Jónsdóttir sem gefur fallegt málverk (sjá mynd).  Við þökkum Hönnu fyrir gjöfina.
Mætum og styðjum strákana!
Áfram ÍA !

Til baka