Skagamenn mæta Fjölni í kvöld kl. 19.15

31.05 2015

Skagamenn mæta Fjölni í sjöttu umferð í Pepsi-deild karla á Fjölnisvelli í kvöld en leikurinn hefst kl. 19.15. Við töpuðum gegn Breiðablik í síðustu umferð á meðan Fjölnismenn gerðu jafntefli við Valsmenn.

Búast má við hörkuleik en Fjölnir hefur verið á ágætu skriði upp á síðkastið á meðan okkar menn hafa tapað tveimur síðustu leikjum og eru í fallbaráttu. Þó er liðið aðeins sex stigum frá efsta sæti þannig deildin er mjög jöfn enn sem komið er.

Nú þurfa strákarnir okkar á góðum stuðningi að halda í Grafarvoginum og hvetjum við Skagamenn til þess að mæta á Fjölnisvöll og styðja Skagaliðið í mikilvægum leik.

Til baka