Skagamenn mæta Grindavík á morgun fimmtudag kl. 19:15

23.07 2014

Nú er komið að því að fá Grindvíkinga í heimsókn en leikurinn er á Norðurálsvellinum kl. 19:15 á morgun.   Við höfum harma að hefna eftir fyrri leik liðanna sem endaði með 3:2 sigri Grindvíkinga.  Okkar mönnum hefur gengið brösulega að undanförnu og tapað 3 af síðustu 4 leikjum.  Það er hugur í mönnum að snúa þeirri þróun við og sækja til sigurs á morgun.   Eitthvað er um meiðsli í hópnum en óvíst er hvort Andri Adolphs, Hallur Flosa og Arnar Már séu leikhæfir á morgun.

Við hvetjum fólk til að mæta á völlinn og styðja strákana til sigurs og áframhaldandi baráttu um sæti í efstu deild.

Aðalstyrktaraðili leiksins er VÍS Vátryggingarfélag Íslands sem hefur stutt afar vel og dyggilega við bakið á KFÍA í gegnum árin.  

Til baka