Skagamenn mæta Haukum á Schenkervellinum í Hafnarfirði í kvöld
10.07 2014Skagamenn eiga hörkuleik fyrir höndum í kvöld þegar þeir mæta Haukum í Hafnarfirði kl 20.00.
Sigur í leiknum er afar mikilvægur eftir að liðið missteig sig eftir frábært gengi í júnímánuði, gegn KV fyrir viku síðan. Leikurinn gegn KV sýndi að það má ekkert gefa eftir í þessari jöfnu deild sem 1.deildin er. Með sigri í kvöld gætu Skagamenn endurheimt toppsætið í deildinni. En efsta lið deildarinnar, Leiknir á einnig erfiðan leik fyrir höndum gegn HK.
Hvetjum við sem flesta til þess að mæta á völlinn og hvetja Skagamenn til sigurs