Skagamenn mæta ÍBV á Norðurálsvellinum á sunnudag kl. 17

23.07 2016

Á morgun, sunnudaginn 24.júlí, er komið að næsta heimaleik hjá strákunum þegar þeir mæta spræku liði ÍBV.  Eyjamenn unnu stórsigur 4-0 í fyrri umferðinni en strákarnir eru staðráðnir í að rétta sinn hlut á morgun þegar liðin eigast aftur við á Norðurálsvellinum kl. 17.

Aðalstyrktaraðili leiksins er Vífilfell, en af því tilefni gefur Vífilfell öllum sem mæta á leikinn ókeypis flösku af Coke Zero við innganginn.  Einnig mun Vífilfell bjóða uppá uppblásinn fótboltavöll sem verður staðsettur við þyrlupallinn.  Við þökkum Vífilfelli kærlega fyrri þeirra framlag !

Að vanda verður valinn maður leiksins hjá ÍA og að þessu sinni er það Erna Hafnes, sem gefur þetta fallega málverk (sjá mynd).  Við þökkum Ernu fyrir gjöfina en þess má geta að Erna var valinn bæjarlistamaður Akraness árið 2014.

Mætum og styðjum strákana!

Áfram ÍA !  

Til baka