Skagamenn mæta KR

13.09 2015

Framundan er stórleikur í Pepsi-deild karla þegar Skagamenn taka á móti KR-ingum á Norðurálsvellinum.


Leikurinn er bæði liðum gríðarlega mikilvægur en það má segja að liðin séu í baráttu á sitthvorum enda deildarinnar. Skagamenn þurfa nauðsynlega á stigunum að halda í harðri botnbaráttunni á meðan KR-ingarnir hafa sömu þörf fyrir stigin í toppbaráttunni.


Fyrri leik þessara liða lyktaði með 1-1 jafntefli í Frostaskjólinu en þá skoraði Ásgeir Marteinsson mark Skagamanna með frábærum skalla.


Leikurinn hefst kl. 17.00 í dag og hvetjum við Skagamenn til þess að fjölmenna á leikinn og styðja okkar drengi í baráttunni sem framundan er.

Til baka