Skagamenn mæta Selfyssingum í kvöld kl. 19:15

18.07 2014

Það er skammt á milli leikja þessa dagana, en Skagamenn ferðast á Selfoss í dag og mæta þar heimamönnum í fyrsta leik seinni umferðar 1.deildar karla.   Eins og flestir muna var heimaleikjum félaganna víxlað í upphafi móts þar sem völlurinn á Selfossi var ekki í góðu standi í byrjun maí.  

Búast má við hörkuleik þó að okkar menn séu í 2.sæti og Selfyssingar í 10.sæti.  Fyrri leikur liðanna endaði með 1:0 heimasigri okkar manna og við vonumst til að endurtaka leikinn með sigri í kvöld.

Áfram Skagamenn ! 

Til baka