Skagamenn mæta Þrótti í 1. deild karla í kvöld kl. 20.00

01.06 2014

Skagamenn leika í kvöld sinn fjórða leik í 1. Deild karla þegar þeir mæta liði Þróttar en leikurinn hefst kl. 20.00 og fer hann fram á Gervigrasvellinum í Laugardal.

Ljóst er að um verðugt verkefni verður að ræða fyrir strákanna okkar en Þróttur er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Skagamenn byrjuðu mótið á góðum sigri gegn liði Selfoss en í kjölfarið fylgdu tveir tapleikir gegn liðum Grindavíkur og Víkings Ólafsvík og liðið því staðsett í 7. sæti deildarinnar með 3 stig.

Leikurinn í kvöld er því mikilvægur upp á framhaldið að gera en við hvetjum alla Skagamenn til þess að flykkja sér á bak við drengina í baráttunni sem framundan er, fjölmenna á leikinn í kvöld og hvetja þá til sigurs

Til baka