Skagamenn mæta Þrótti í kvöld
05.06 2016Skagamenn mæta Þrótti í mikilvægum leik á Norðurálsvellinum kl. 19:15 í kvöld. Bæði lið eru með 4 stig fyrir leikinn og er því um sannkallaðan "6 stiga" leik að ræða. Okkar menn hafa undibúið sig vel í vikunni og verða klárir í slaginn í kvöld!
Aðalstyrktaraðili leiksins er Norðurál og af því tilefni býður Norðurál öllum frítt á leikinn !
Eins og svo oft áður heldur hið góða samstarf við listamenn á Akranesi áfram og í kvöld mun maður leiksins fá fallega styttu að gjöf frá Gyðu Jónsdóttur Wells, sem var útnefnd bæjarlistarmaður Akraness árið 2015. Gyða vinnur bæði stóra og litla skúlptúra og málverk í vinnuaðstöðu sinni í Sementsverksmiðjunni á Akranesi, þar sem hún starfar ásamt fleiri listamönnum. Saman kalla þau sig Samsteypuna. Gyða segist fyrst og fremst vera myndhöggvari, þar sé hún á heimavelli. Við þökkum Gyðu kærlega fyrir hennar framlag.