Skagamenn mæta Víkingi í Ólafsvík í kvöld

16.05 2016

Skagamenn leggja land undir fót og heimsækja nágranna okkar í Víkingi í Ólafsvík í kvöld.  Búast má við hörkuleik í þessu Vesturlandsslag í kvöld en Víkingur hefur farið vel af stað í deildinni og eru með 7 stig eftir 3 leiki á meðan Skagamenn eru með 3 stig.  Nokkuð er um meiðsli í leikmannahópi ÍA en Arnar Már, Darren og Steinar eru tæpir fyrir leikinn í kvöld.  Við hvetjum Skagamenn að taka túrinn til Ólafsvíkur og hvetja okkar menn.  Áfram Skagamenn !

Til baka