Skagamenn með annan fótinn í efstu deild !

30.08 2014

Skagamenn stigu enn eitt skref í dag, í átt að markmiði sínu, að endurheimta sæti sitt í efstu deild.  Skagamenn unnu mikilvægan 1:0 sigur á BÍ/Bolungarvík í enn einum barátttuleiknum í 1.deild þar sem spennan var í algleymingi fram á síðustu mínútu.  Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega á blautu grasinu á Norðurálsvellinum og sóttu liðin á víxl fyrstu mínúturnar.  Á 16. mín skoraði Hallur Flosason sigurmark leiksins með góðu skoti frá vítateigslínu eftir góða sókn Skagamanna.   Okkar menn héldu áfram sóknartilburðum fram að leikhléi og sköpuðu sér nokkur færi án þess að ná að bæta við forystuna.  Síðari hálfleikur var mun lokaðri þar sem stöðubarátta var í algleymingi.  Okkar mönnum tókst að halda út leikinn án teljandi vandræða, fyrir utan umdeilt atvik í restina á leiknum þar sem dómari leiksins dæmdi víti á okkar menn, en breytti svo dómnum í aukaspyrnu eftir að hafa ráðfært sig við aðstoðardómara leiksins.  Réttur dómur að sögn þeirra sem sátu og horfðu á leikinn við vítateigslínuna !  

Þegar 3 umferðir eru eftir eru Leiknismenn með 41 stig, Skagamenn með 39 stig og Víkingur Ó með 32 stig.  Það eru 9 stig eftir í pottinum og þurfa því Skagamenn aðeins 3 stig í síðustu þremur leikjunum til að tryggja sér sæti á meðal þeirra bestu aftur að ári.

Næsti leikur er gegn KV fimmtudaginn 4.sept á Gervigrasvellinum í Laugardal.

Nánari umfjöllun um leikinn á Fótbolti.net hér: http://fotbolti.net/game.php?action=view_article&id=1355

Helstu atvik leiksins frá SportTV : http://fotbolti.net/news/30-08-2014/thad-helsta-ur-ia-ur-bi-bolungarvik-umdeilt-atvik-i-lokin

Viðtal við Gunnlaug þjálfara eftir leikinn hér: http://fotbolti.net/news/30-08-2014/gulli-jons-ekki-fallegur-fotbolti

Til baka