Skagamenn sömdu ekki við Chris Anderson
18.12 2014Bretinn Chris Anderson, sem var á reynslu hjá Skagamönnum í síðustu viku fékk ekki samning hjá félaginu. Anderson sem er miðjumaður lék einn æfingaleik með Skagmönnum gegn Fylki fyrir tæpum tveimur vikum. Hann æfði síðan með liðinu í síðustu viku og átti að leika með liðinu í æfingaleiknum ÍBV um síðustu helgi en meiddist á síðustu æfingunni fyrir leik og tók því ekki þátt í æfingaleiknum. Í kjölfarið ákváðu Skagamenn að semja ekki við leikmanninn.
Chris Anderson er 24 ára gamall og var á mála hjá Burnley frá 9 ára aldri en félagið losaði hann undan samningi árið 2011. Í kjölfarið gekk hann til liðs Gombak United í Singapore og lék með liðinu eitt keppnistímabil en snéri þá aftur til Englands og lék áhugamannaliðinu Colne.