Skagamenn taka þátt í fotbolta.net mótinu í janúar

03.12 2014

Skagamenn munu sem fyrr taka þátt í fotbolta.net æfingamótinu sem verður haldið í janúar.  Skagamenn verða í A-riðli með Þrótti, Breiðablik og FH.

Fyrsti leikur mótsins verður 10 janúar gegn Þrótti í Akraneshöllinni. Þann 17 janúar heimsækja Skagamenn Breiðablik í Fifuna í Kópavogi og loks er það leikur gegn FH í Akraneshöllinni   þann 24 janúar.

Í B-riðli eru Stjarnan, Keflavík, Grindavík og ÍBV.  Leikið verður um sæti daganna 27 - 31 janúar 

Til baka