Skagasigur í sjö marka leik.

29.03 2015

Skagamenn sigruðu Fjarðabyggð 4:3 í lokaleik sínum í riðlakeppni  Lengjubikarsins, sem fram fór í Akraneshöllinni í dag.


Skagamenn náðu forystunni á 35.mínútu með marki Marko Andelkovic úr aukaspyrnu. Skagamenn leiddu því 1:0 í hálfleik.  Allt stefndi síðan í öruggan sigur þegar Arsenij Buinickij skoraði tvö mörk með stuttu millibili á 52. Og 64.mínútu og staðan orðinn 3:0. En austfirðingar voru ekki á því að gefast upp og skoruðu tvö mörk með stuttu millibili og staðan því orðin 3:2.

En Arsenij Buinickij fullkomnaði þrennu sína á 85.mínútu og kom Skagamönnum í 4:2, en á lokasekúndum  leiksins náði Fjarðabyggð að minnka muninn og lokastaðna því 4:3.


Við munum greina nánar frá leiknum á morgun og ræða við Gunnlaug Jónsson, þjálfara

Til baka